ÚtboðÚtboð

Verðkönnun

Vélavinna fyrir Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar 2019-20

  • 5.2.2019 - 14.2.2019

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verkefni.

1. Vélavinna fyrir Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar 2019-20

Um er að ræða fasta vinnu fyrir hjólavél eða traktorsgröfu yfir sumartíma (16-20 vikur) við almenn umhverfisstörf og íhlaupavinnu í minni verkefni á öðrum tíma árs.

Tilboðsgögn er hægt að sækja til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar Norðurhellu 2, Hafnarfirði eða fá sent með tölvupósti eftir beiðni.

Hægt er að óska eftir tilboðsgögnum með því að senda tölvupóst á petur@hafnarfjordur.is frá og með miðvikudegi 6. febrúar

Tilboðum skal skila inn fyrir kl 10:30 fimmtudaginn 14. febrúar 2019 í lokuðu umslagi til Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2 í Hafnarfirði

Þannig merktu:

Verðkönnun í vélavinnu fyrir Þjónustumiðstöð 2019-20

 

Tilboðin verða opnuð á sama stað á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.

Framkvæmda og rekstradeild