Útboð
Skarðshlíð – dæluhús og snjóbræðsla
Útboð
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í uppsteypu dæluhúss ásamt uppsetningu stjórn- og dælubúnaðar fyrir snjóbræðslukerfi í þrjár götur í Skarðshlíð og lagningu snjóbræðslustofnalagna að dæluhúsinu.
Útboðsgögn verða afhent gegn beiðni á netfangið helgas@hafnarfjordur.is frá og með þriðjudeginum 27. apríl 2021.
Tilboðum skal skila til umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2 og verða opnuð þriðjudaginn 18. maí 2021, kl. 11:00
Vegna þeirra takmarkana sem eru í gildi í samfélaginu verður ekki hægt að vera viðstaddur opnunina.
Verklok eru 15. september 2021.
Helstu magntölur eru:
- Veggjamót 70 m2
- Járnbending 860 kg.
- Steypa 15 m3
- Stofnlagnir snjóbræðslu 550 m
- Malbikun í þveranir 120 m2
- Þökulögn og gróðurbeð 800 m2