Útboð


Útboð

Norðurbakki - útivistarsvæði

Útboð

  • 10.4.2021 - 29.4.2021 - 11:30

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið Norðurbakki – útivistarsvæði. Verkið felst í endurgerð á yfirborði bryggju og bryggjukanti við Norðurbakka í Hafnarfirði.

Um er að ræða útivistarsvæði og gönguleið sem tengist miðbænum.

Helstu magntölur eru:

  • Grúsarfylling 600 m³
  • Ljósastólpar 4 stk
  • Ljósapollar 22 stk
  • Timburbryggja 216 m²
  • Malbik 1.960 m²
  • Hellulögn 325 m²
  • Gróðurbeð 180 m²


Verklok eru 1.nóvember 2021

Reiknað er með að verkið geti hafist í kringum 15.júlí. Nánari lýsing er að finna í útboðsgögnum.

Útboðsgögn eru afhend frá og með þriðjudeginum 13.apríl.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt til þeirra sem hyggjast bjóða í verkið. Senda þarf á netfangið halldor@hafnarfjordur.is og gefa þarf upp nafn og síma umsækjanda ásamt nafni á fyrirtæki og kennitölu. Í Kjölfarið fær viðkomandi sent útboðsgögnin í tölvupósti.

Skila þarf inn tilboðsgögnum í afgreiðslu Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar að Norðurhellu 2 fyrir opnun sem er fimmtudaginn 29. apríl 2021 kl 11:30.

Tilboð verða opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem viðstaddir kunna að vera.