ÚtboðÚtboð

Lækjargata 2 - Dvergur

  • 10.3.2017 - 28.3.2017 - 11:00

Hafnarfjarðarbær óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á byggingarrétti á lóðinni Lækjargata 2. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við fimm og verði umsækjendur fleiri, verður dregið á milli hæfra umsækjenda. 

Verkefni þess aðila sem samið verður við, er að hann á sinn kostnað vinni nýtt deiliskipulag sbr. skipulagsforsögn Hafnarfjarðarbæjar, hanni og byggi þar nýjar byggingar með öllum frágangi að utan sem innan og fullbúinni lóð.

Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við fimm og verði umsækjendur fleiri, verður dregið á milli hæfra umsækjenda. Bjóðandi sem tekur þátt í útboðinu, skal leggja fram með tilboði sínu, samkeppnistillögu að nýtingu lóðar, deiliskipulagi og byggingum ásamt verðtilboði (greiðslu) fyrir byggingarrétt.

Umsókn um afhendingu forvalsgagna skal senda á netfangið: stefan@vsb.is. Skilafrestur og opnun umsókna um þátttöku er þriðjudaginn 28. mars kl. 11.

Nánari upplýsingar veitir umhverfis- og skipulagsþjónusta.


Skilafrestur umsókna til kl. 11 þriðjudaginn 28. mars.