Útboð
Hringtorg við Flatahraun og Skútahraun
Gatnagerð og lagnir
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í gerð hringtorgs á gatnamótum Flatahrauns og Skútahrauns ásamt gerð gangstíga, gönguþverana og frágangi lagna.
Útboðsgögn eru seld í þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar, Norðurhellu 2, frá og með mánudeginum 1. febrúar 2021. Verð kr. 5.000,-
Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 2. mars 2021, kl. 11:00.
Helstu magntölur eru: | |
---|---|
Fyllingar og burðarlög | 3000 m3 |
Malbikun gatna, tvöfalt lag | 1300 m2 |
Malbikun stíga, einfalt lag | 400 m2 |
Kantsteinar | 400 m |
Hellulögn | 300 m2 |
Þökulögn | 400 m2 |
Fráveitulagnir | 200 m |
Ljósastaurar | 5 stk |
Hitaveitulagnir | 100 m |
Ídráttarrör | 1000 m |
Verklok eru 25. júní 2021.