Stjórnkerfið


Stjórnkerfið

Skipurit Hafnarfjarðarbæjar

SkipuritHafnarfjardar

Bæjarstjóri: Rósa Guðbjartsdóttir

Stjórnsýslusvið

Strandgata 6

Sviðsstjóri:  Sigurður Nordal

Stjórnsýslusvið annast almenna stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á sviðinu er veitt innri þjónusta á sviði persónuverndar, lögfræði, mannauðsmála, skjalavistunar og gæðastjórnunar. Lífsgæðasetur St. Jó. heyrir undir sviðið.

StjornsyslusvidHafnarfjardar

Fjármálasvið

Strandgata 6 

Sviðsstjóri:  Rósa Steingrímsdóttir

Fjármálasvið Hafnarfjarðarbæjar skiptist í fjórar deildir. Fjárreiðudeild sem annast greiðslu og innheimtu reikninga, bókhaldsdeild sem annast bókhald og skráningu reikninga, hagdeild sem sér meðal annars um fjárhagslegt eftirlit með rekstri stofnana, áætlanagerð og innkaupastjórnun, og launadeild sem annast launavinnslu fyrir allar stofnanir. Fjármálasvið hefur umsjón með áætlanagerð og ársreikningi fyrir sveitarfélagið í heild sinni og sinnir ráðgjöf og þjónustu til allra eininga innan sveitarfélagins.

FjarmalasvidHafnarfjardar

Þjónustu- og þróunarsvið

Strandgata 6

Sviðsstjóri: Sigurjón Ólafsson

Þjónustu- og þróunarsvið veitir þjónustu og upplýsingagjöf til bæjarbúa, fyrirtækja, bæjarfulltrúa og starfsmanna og hefur það hlutverk að samhæfa þjónustu sveitarfélagsins og auka við þjónustu sem leysa má í þjónustuveri eða stafrænt. Þróunar- og tölvudeild veitir innri þjónustu í þróun og rekstri upplýsingatækni fyrir allar stofnanir bæjarins og rafræna þjónustu til íbúa. Undir sviðið heyra menningarstofnanir, menningarmál, ferðamál, atvinnumál og samskiptamál en skrifstofan tryggir upplýsingaflæði um málefni bæjarins til viðeigandi aðila og er vettvangur til að koma skoðunum og hugmyndum á framfæri.

ThjonustuogthrounarsvidHafnarfjardar

Fjölskyldu- og barnamálasvið

Linnetstíg 3

Sviðsstjóri: Rannveig Einarsdóttir

Fjölskyldu- og barnamálasvið ber ábyrgð á barnavernd, félagslegri ráðgjöf, húsnæðismálum, fjárhagsaðstoð, stuðningsþjónustu við eldri borgara og fatlað fólk. Sviðið ber ábyrgð á þróun og rekstri í málefnum fatlaðs fólks og þjónustu við hælisleitendur og flóttafólk. Undir sviðið heyra einnig fjölmenningarmál. 

Ársskýrsla Fjölskyldu- og barnamálasviðs 2020

Ársskýrsla Fjölskyldu- og barnamálasviðs 2019

FjolskylduogbarnamalasvidHafnarfjardar

Mennta- og lýðheilsusvið

Linnetsstíg 3

Sviðsstjóri:  Fanney Dóróthe Halldórsdóttir

Mennta- og lýðheilsusvið annast stjórnsýslu og umsýslu menntamála, frístunda- og íþróttamála og daggæslumála í sveitarfélaginu auk þess sem verkefni Heilsueflandi samfélags er stýrt af sviðinu. Meginábyrgð sviðsins felst í að veita sérhæfða skólaþjónustu, hafa umsjón og eftirliti með menntun, fræðslu, forvörnum, frístundastarfi og íþrótta og- tómstundamálum. Umsjón með starfsemi og rekstri skólastofnana, íþróttamannvirkja og eigna sem tilheyra málaflokknum og eru í eigu, leigu og/eða rekstri bæjarins.

MenntaoglydheilsusvidHafnarfjardar

Umhverfis- og skipulagssvið

Norðurhella 2

Sviðsstjóri: Sigurður Haraldsson

Umsjón með skipulagsgerð og afgreiðslu skipulagsmála. Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi hafa umboð til að afgreiða ýmis skipulagsmál,  undirbúa önnur skipulagsmál til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs og síðan til bæjarstjórnar ef við á. Þeir gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum mannvirkjalaga ásamt því að annast grenndarkynningu byggingarleyfa á ódeiliskipulögðum svæðum. 

Starfsfólk veitir leiðbeiningar varðandi skipulagsmál og annast lögformlega afgreiðslu skipulagserinda ásamt því að sinna byggingareftirliti, yfirferð aðaluppdrátta og séruppdrátta ásamt úttektum og yfirferð eignaskiptasamninga,  fasteigna- og lóðaskráningu, umsjón með landskráningarkerfi og gerð mæliblaða og útreikninga gatnagerðar- og þjónustugjalda.

Starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs sjá jafnframt um rekstur eigna Hafnarfjarðarbæjar og verklegar framkvæmdir ásamt allri umsýslu varðandi fasteignir, götur, veitur og opin svæði. Ábyrgð á nýbyggingum, rekstri og viðhaldi mannvirkja í eigu bæjarins er líka á hendi sviðsins ásamt áætlanagerð og faglegum undirbúningi verkefna sem á að framkvæma hverju sinni.

UmhverfisogskipulagssvidHafnarfjardarÞetta skipurit tók gildi 1. september 2019. Breyting á skipuriti var samþykkt í bæjarstjórn 20. mars 2019.


Var efnið hjálplegt? Nei