Tilkynningar  • HringtorgSetberg

Viðhaldsvinna á Reykjanesbraut

24. maí 2022

Þriðjudaginn 24.05.22 áætlar Vegagerðin að vinna að viðhaldsvinnu á Reykjanesbraut á um 500m kafla í Hafnarfirði milli Kaplakrika og Lækjargötu. 

ReykjanesbrautVidhaldsvinna

Verið er að taka rannsóknarholur í götuna sem er undirbúningur að frekari framkvæmdum á kaflanum. Áætlað er að hefja vinnu kl 18:00 og að hún standi fram undir miðnætti.

Þrengt verður að umferð stuttu eftir hringtorgið við Lækjargötu og að Kaplakrika. Viðeigandi merkingar verða settar upp. Upplýsingar um framkvæmdina koma fram á vef Vegagerðarinnar.