Tilkynningar  • HafnarfjordurAslandid

Vatnsleysi í Áslandinu - á að vera komið í lag!

17. sep. 2021

Uppfært kl. 09:58 

Dælurnar eru komnar í gang fyrir Áslandið þannig að það á að vera komið vatn í öll hús þar.

------------------------------

Vegna breytinga á dreifikerfi Vatnsveitu Hafnarfjarðar var kaldavatnslaust frá kl. 21 í gærkvöldi fram yfir miðnætti. Breytingarnar höfðu þau áhrif í Áslandinu að loft komst inn á kerfið og því eru dælurnar ekki að ná að dæla sem skyldi. Verið er að vinna í því að lofttæma þessa stundina og erfitt segja til um hvenær dælustöðin kemst í gang.

Þakkir fyrir sýndan skilning!