Tilkynningar  • HafnarfjordurAslandid

Truflanir á afhendingu vatns í Setbergi

18. maí 2021

Vegna viðhaldsvinnu hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar má búast við einhverjum truflunum í afhendingu vatns milli 18 og 20 miðvikudaginn 19. maí á afmörkuðu svæði í Setbergi. Bent er á að ekki er æskilegt að hafa þvottavélar eða önnur tæki sem taka inn á sig kalt vatn í gangi á þessum tíma.

Vidgerd1

Um er að ræða svæðið hér fyrir ofan.

Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!