Tilkynningar
  • Sund-fixed

Sundlaugar áfram lokaðar

18. nóv. 2020

Sundlaugarnar í Hafnarfirði verða áfram lokaðar og er það í takti við tilmæli sóttvarnalæknis og yfirvalda. Varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum tóku gildi í dag 18. nóvember en tilslakanirnar ná ekki til sundlauga eða íþróttastarfs þeirra sem fæddir eru fyrir árið 2004. 

Sundlaugarnar verða lokaðar þar til annað verður tilkynnt. Gildandi reglugerð hefur gildistímann 18. nóvember til og með 1. desember.