Tilkynningar  • Suðurbæjarlaug

Suðurbæjarlaug lokuð vegna viðhaldsframkvæmda

28. maí 2021

Sundlaugarsvæði Suðurbæjarlaugar verður lokað frá og með mánudeginum 31. maí til og með föstudeginum 11. júní vegna viðhaldsframkvæmda. Laugin opnar að nýju laugardaginn 12. júní. Gym H líkamsræktin í lauginni verður opin á þessu tímabili.

Ástæða framkvæmda nú eru viðgerðir á flísum á botni útilaugarinnar sem losnuðu í vetur og geta valdið slysahættu. Þessar skemmdir eru þar sem laugin er grunn og í gönguleið við bakka. Þessum viðgerðum er því miður ekki hægt að sinna yfir vetrartímann vegna hitastigsins þá og því eina leiðin að fara í þessar framkvæmdir þegar hlýna tekur í veðri. Samhliða er tækifærið notað og unnið að frekari viðgerðum á flísum innanhúss, við loftræstibúnað laugar og hreinsikerfi.

Við þökkum sýndan skilning og bendum á að Ásvallalaug er opin alla virka daga og um helgar og Sundhöll Hafnarfjarðar alla virka daga auk þess sem Sundhöllin verður opin helgina 5. - 6. júní 2021 vegna lokunar í Suðurbæjarlaug.