Suðurbæjarlaug lokuð hluta úr degi
Vegna viðgerðar á vegum Veitna verður heitavatnslaust í suðurbæ Hafnarfjarðar og nágrenni mánudaginn 25. október frá kl. 9 - 17. Í ljósi þess verður Suðurbæjarlaug lokuð frá kl. 8:30 - 17 þennan daginn eða á meðan heitavatnsleysi stendur yfir.
Nánari upplýsingar má finna á vef Veitna
Veitur sinna hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu á Suður- og Vesturlandi auk þess að annast einnig þjónustu við viðskiptavini Hitaveitu Mosfellsbæjar. Þjónustuver Veitna er opið alla virka daga kl. 8:30 - 16:30 og þjónustuvakt allan sólarhringinn í síma 516-6000. Einnig er hægt að senda þeim línu hér