Tilkynningar  • StrandgataNyrHjolastigur

Strandgata - framkvæmdir hafnar

3. jún. 2022

Gerð hjóla- og göngustígs við Strandgötu frá Reykjanesbraut niður að Flensborgartorgi

Um er að ræða gerð göngu- og hjólastíga meðfram Strandgötu frá Reykjanesbraut í suðri að Flensborgartorgi í norðri auk gerð stoðveggjar við Suðurhvamm, færslu fráveitulagna við Suðurhvamm og lagningu rafmagnslagna og gerð stígalýsingar. Einnig eru lagðir strengir fyrir HS-veitur og Mílu ásamt því að breytingar eru gerðar á gönguljósum yfir Strandgötu og umferðarljósum á gatnamótum Strandgötu, Suðurbrautar og Hringbrautar. 

FramkvaemdirStrandgataMai2022

Innan rauðu hringjanna má sjá framkvæmdasvæðið.

Verklok eru í nóvember 2022.