Tilkynningar
  • Vellir

Stofnræsi Valla - niðurstaða auglýsingar

19. jún. 2020

 

Breyting á aðal- og deiliskipulagi er nær til svæða innan Vallarhverfis, Hafnarfirði.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 29.04.2020 breytingar á aðal- og deiliskipulagi er ná til svæðis innan Vallarhverfis. Markmið fyrirhugaðra deiliskipulagsbreytinga er að koma fyrir stofnræsi frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Lögnin fer um hverfisverndað hraun að hluta til.

Breytingarnar voru auglýstar samhliða tímabilið 10.03-21.04.2020 í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ein athugasemd barst og hefur umsögn skipulagsfulltrúa um hana verið send þeim sem hana gerðu. Aðal- og deiliskipulag hafa verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar - netfang: skipulag@hafnarfjordur.is