Tilkynningar
Staða mála í Suðurbæjarlaug

6. júl. 2020

Viðhaldsaðgerðir standa yfir í Suðurbæjarlaug 

Umfangsmiklar og ófyrirséðar viðhaldsaðgerðir standa yfir í Suðurbæjarlaug þessa dagana og hafa gert síðustu vikur. Þá einkum á þaki laugarinnar sem hefur gert það að verkum að allir klefar á 1.hæð (inniklefar) sem og innilaug eru ekki í notkun. Aðeins eru pottar og laugar á útisvæði eru opnar og eru útklefar Suðurbæjarlaugar einu skiptiklefar svæðisins.

Fyrirséð er að framkvæmdir standi áfram yfir næstu vikurnar

Sundlaugargestir og þar með tryggir og góðir fastagestir Suðurbæjarlaugar mega búa sig undir að þær fjöldatakmarkanir og annmarkar sem hafa verið á þjónustunni síðustu daga og vikur verði það áfram næstu vikurnar. Eins og sundlaugargestir hafa orðið varir við þá geta útiklefar Suðurbæjarlaugar aðeins tekið við takmörkuðum fjölda gesta á hverjum tíma og því gilda fjöldatakmarkanir áfram. Eins og staðan er núna geta að hámarki 60 gestir verið í lauginni á hverjum tíma m.v. full afköst klefanna.

Hafnarfjarðarbær þakkar gestum sýndan skilning.

Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar eru opnar sem hér segir