Tilkynningar  • 17Juni2021

Viltu vera með söluhús eða skemmtiatriði á 17. júní?

7. maí 2021

Viltu vera með söluhús á 17. júní? 

Hafnarfjarðarbær og þjóðhátíðarnefnd óska eftir áhugasömum söluaðilum til þess að leigja söluhús á 17. júní. Sérstaklega er leitast eftir aðilum sem hyggjast selja mat og drykk. Söluleyfið gildir fimmtudaginn 17.júní þar sem hátíðarhöldin fara fram í Hafnarfirði. Með söluleyfi fylgir sölukofi og er dregið um staðsetningu söluaðila. 

Viltu vera með skemmtiatriði á 17. júní? 

Samhliða leit að áhugasömum söluaðilum á 17. júní er óskað eftir skemmtiatriðum á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna- og fjölskylduskemmtunum víðsvegar um bæinn, leiktækjum og ýmsum uppákomum.  Lumar þú að hugmynd að skapandi og skemmtilegu atriði eða uppákomu sem glatt getur huga og hjörtu Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar? 

Frestur fyrir umsóknir og innsendar hugmyndir

Umsóknum um söluhús og hugmyndum að skemmtiatriðum ber að skila eigi síðar en þriðjudaginn 18. maí kl. 15 á netfangið: ith@hafnarfjordur.is. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastýra 17. júní, Sunna Magnúsdóttir, sunnam@hafnarfjordur.is