Tilkynningar  • Skardshlidarhverfi-uppselt-vef

Umsóknarfrestur um lóðir liðinn

9. feb. 2021

Lóðir í Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði hafa þotið út síðustu daga, vikur og mánuði. Eftir fund bæjarstjórnar í síðustu viku voru aðeins lausar sjö tvíbýlishúsalóðir í hverfinu. 

Umsóknarfrestur um þessar lóðir rann út mánudaginn 8. febrúar 2021 kl. 12 og barst töluverður fjöldi umsókna. Það stefnir allt í að síðustu lóðum í Skarðshlíðarhverfi verði úthlutað á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 11. febrúar og úthlutun staðfest á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 17.febrúar nk.