Rafmagnslaust í miðbæ Hafnarfjarðar
Rafmagnslaust er í miðbæ Hafnarfjarðar, á hafnarsvæðinu og mögulega víðar. Starfsfólk HS veitna er að leita að uppsprettu bilunar og munu upplýsa alla hlutaðeigandi um leið og nánari upplýsingar liggja fyrir.
Á heimasíðu HS veitna getur þú farið inn á mínar síður og beðið um að fá sendar tilkynningar.