Tilkynningar  • StrandgataLokanirJuni2022TveirDagar

Upplýsingar um malbikun og aðrar framkvæmdir

15. jún. 2022

Í sumar verður mikið um malbikun og alls kyns framkvæmdir sem hafa áhrif á umferð íbúa og gesta. Fyrirvari á slíkum framkvæmdum er ekki alltaf mikill og stundum erfitt að koma skilaboðum í tæka tíð til íbúa. Það verður þó reynt eftir bestu getu.

Við hvetjum íbúa til að fylgjast með Facebook síðu bæjarins og hverfasíðum þar sem við munum einbeita okkur því að miðla þessum upplýsingum.

Einnig munum við senda út SMS til íbúa vegna umfangsmeiri framkvæmda en skilaboðin berast aðeins til þeirra sem eru með skráð símanúmer á 1819.is sem þjónustuaðilinn okkar tengist. Endilega skráið ykkar símanúmer þar ef þið viljið fá SMS skilaboð frá okkur, þetta á einnig við um vinnu við snjómokstur, götusópun o.fl.

Við þökkum fyrir skilning á þeim óþægindum sem óhjákvæmilega fylgja malbikun og öðrum framkvæmdum í umhverfi okkar.