Tilkynningar  • Lokun5Okt2021

Malbikun á Reykjavíkurvegi

4. okt. 2021

Þriðjudaginn 5. október er stefnt á að malbika báðar akreinar á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði frá Hjallahrauni að Fjarðarhrauni. Hægri akrein verður lokað kl. 8:00 og veginum öllum kl. 9:00. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 8:00 til kl. 17:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru mjög þröng o0g menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. 

Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!