Tilkynningar  • Hersir-Gislason_1583845777166

Lokun á tveimur römpum norðan Strandgötubrúar

4. maí 2020

Framkvæmdir og lokanir vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar í Hafnarfirði

Fimmtudaginn 7. maí mun verktaki loka römpunum tveimur norðan Strandgötubrúar vegna vegaframkvæmda við breikkun Reykjanesbrautar. Samdægurs munu ramparnir tveir sunnan Strandgötubrúar vera opnaðir (sjá mynd). Hjáleiðir eru um Ásbraut og Krýsuvíkurveg.

LokunReykjanesbraut6mai2020

Þessar lokanir mun standa yfir fram eftir sumri. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar lokanir kunna að valda.