Lokað fyrir umferð um Strandgötu frá 1.-11.desember
Verktaki stefnir á að loka fyrir umferð um Strandgötu, í báðar áttir, næstkomandi þriðjudagsmorgun, þann 1. desember, vegna framkvæmda. Gert er ráð fyrir að lokunin muni standa yfir til 11. desember. Opið verður fyrir gangandi vegfarendur á meðan framkvæmdinni stendur.
Framkvæmdin er háð veðri og vindum og getur því breyst og verður þá tilkynningin uppfærð. Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!