Tilkynningar  • RadhusHafnarfjardar

Leiðrétting á matargjöldum í grunnskólum

16. maí 2022

Matargjöld vegna annars systkinis í grunnskóla verða leiðrétt frá og með 1. janúar sl.

Bæjaryfirvöld ákváðu við gerð síðustu fjárhagsáætlunar að systkin númer tvö í röðinni fengi 25% afslátt af hádegisverði í grunnskóla frá árinu og með árinu 2022. Unnið er að útreikningi endurgreiðslunnar sem gert er ráð fyrir að verði greitt til foreldra sem við á á næstu vikum.

Endurgreiðslan mun gerast sjálfkrafa, þ.e. ekki þarf að sækja um það sérstaklega hafi tvö systkini verið í hádegismat í grunnskólum Hafnarfjarðar á þessum tíma.   

Reglur um matarþjónustu í grunnskólum