Kjörskrá fyrir Hafnarfjörð
Kjörskrá í Hafnarfirði vegna sveitarstjórnarkosninganna 14.maí 2022 liggur frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Hafnarfjarðar, þjónustuveri, Strandgötu 6, frá og með 22. apríl 2022. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni.
Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands.
Kjósendum er einnig bent á vefuppflettið „ Hvar á ég að kjósa “ á kosning.is, þar sem einstaklingar geta athugað hvar þeir eiga að kjósa.
Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar