Tilkynningar  • HafnarfjordurAslandid

Hreinsun dælustöðva - Krosseyri og Óseyri

17. mar. 2021

Tilkynning vegna hreinsunar í dælustöðvum Fráveitu Hafnarfjarðar.

Vegna hreinsunar í dælustöðvunum Krosseyri og Óseyri verða þessar stöðvar á yfirfalli út í sjó dagana 17 til og með 19. mars. Þetta þýðir að eitthvað af skólpi mun fara um yfirfallsrásir út í sjó en reynt verður að lágmarka það eins og hægt er.