AFLÝST! Heitavatnslaust í ýmsum hverfum í dag
Þar sem vel hefur gengið að koma framleiðslu á heitu vatni í gang í Nesjavallavirkjum kemur ekki til neðangreindra lokana. Virkjunin starfar nú á fullum afköstum í hitaveitunni. Vel hefur gengið að ná upp þrýstingi í þeim hverfum sem urðu fyrir heitavatnslokun í dag og ættu allir að vera komnir með fullan þrýsting innan skamms.
--------------------------------------------------
Vegna bilunarinnar í Nesjavallavirkjun þarf að fara í frekari lokanir á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu en lokað var fyrir heita vatnið í nokkrum hverfum í Kópavogi og Garðabæ fyrr í dag. Þeirri lokun lýkur kl. 18.
Kl. 17:00-21:00 verður lokað fyrir heitt vatn í eftirfarandi hverfum:
- Í Reykjavík: Selás, Norðlingaholt og Vatnsendi
- Í Kópavogi: Salir og efri Lindir
- Í Garðabæ: Hnoðraholt, Holtsbúð og Urriðaholt
- Í Hafnarfirði: Setberg, Vellir, Hraun, Ásland, Hvaleyrarholt og Dalsás