Tilkynningar  • LokunVeitur3Sept2021

Heitavatnslaust í hluta Hafnarfjarðar

2. sep. 2021

Mikilvæg tilkynning frá Veitum 

Vegna bilunar í hitaveitulögn við Garðahraun í Garðabæ verður heitavatnslaust föstudaginn 3. september í hluta Hafnarfjarðar og Garðabæjar frá klukkan 09.00 og fram á kvöld. Þegar viðgerð lýkur má búast við að nokkra stund taki að ná upp fullum þrýstingi á kerfið.

Talið er að bilunin sé tengd atburðum á miðvikudaginn þegar bilun í loka við Kaplakrika olli þrýstingshækkun í kerfinu og lekum á þremur stöðum í Hafnarfirði.

LokunVeitur3Sept2021

Veitur benda fólki á að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að halda yl í húsum. 

Vefurinn hjá Veitum er uppfærður á meðan á framkvæmdum stendur