Tilkynningar
  • Vedurvidvorun

Gul veðurviðvörun - festum eða fjarlægjum lausamuni

5. nóv. 2020

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í dag. Gengur í suðvestan storm, 18-23 m/s, og búast má við snörpum vindhviðum. Nú þegar er farið að hvessa talsvert á höfuðborgarsvæðinu og viljum við hvetja alla að huga að lausamunum, festa þá niður eða koma í skjól til að koma í veg fyrir foktjón. 

GulvidvorunNov2020

Aðstæður geta verið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. 
Viðvörunin gildir frá 15 - 21 í kvöld.