Gul veðurviðvörun í dag
Gul veðurviðvörun er í dag fimmtudaginn 26. nóvember frá kl 09:00 til kl. 05:00 föstudaginn 27.nóvember. Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd.
Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.
Nánari upplýsingar um veður á vef Veðurstofu
Nánari upplýsingar um viðbrögð á vef Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins