Tilkynningar  • HafnarfjordurLaekurinn

Gjalddagar fasteignagjalda eru 11 í stað 10 á árinu 2020

2. des. 2020

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 1. apríl sl.  var samþykkt einróma aðgerðaáætlun til þess að bregðast við afleiðingumCovid-19 . Önnur grein áætlunarinnar segir:

Fasteignagjold

Í apríl var farið af stað með þessar breytingar og voru eftirstöðvar fasteignagjalda fyrir árið 2020 breytt úr sjö gjalddögum sem áttu að vera maí – nóvember 2020 í átta gjalddaga frá maí – desember. Þannig fjölgaði gjalddögum um einn og lækkaði því upphæð hvers gjalddaga. Eigendur fasteigna í Hafnarfirði fá því auka gjalddaga í desember en eindagi hans er í janúar 2021. 

Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvernig gjalddagaskipting álagningar ársins 2021 verður.