Gat á ærslabelg á Víðistaðatúni
Ærslabelgurinn á Víðistaðatúni er loftlaus sem stendur en verið er að laga gat sem komið var á belginn. Ærslabelgurinn verður opnaður aftur í fyrsta lagi í fyrramálið, þriðjudaginn 17. ágúst.
Förum eftir umgengnisreglum og göngum vel um þessa sameign okkar
Við biðlum áfram til íbúa og vina Hafnarfjarðar á öllum aldri að ganga vel um þessa sameign okkar allra og fara í einu og öllu eftir þeim umgengnisreglum sem settar hafa verið upp við belginn.