Tilkynningar  • JanusHeilsuefling

Frír kynningarmánuður í heilsueflingu fyrir 65+

30. mar. 2021

Fjölþætt heilsuefling í Hafnarfirði fyrir eldri aldurshópa 65+

Leið að farsælum efri árum 

Frír kynningarmánuður fyrir 65 ára og eldri

Innifalið í fríum kynningarmánuði:

  • Reglulegir tölvupóstar með kynningu á verkefninu
  • Aðgangur að lokuðum Facebook hópi
  • Fjölbreyttir heilsupistlar og kynningarmyndbönd
  • Þjálfunaráætlanir og heimaæfingar
  • Hvatning til að efla eigin heilsu

Skráning

Ef þú hefur náð 65 ára aldri getur þú skráð þig í frían kynningarmánuð hér 

Að loknum kynningarmánuði gefst þér kostur á að sækja um þátttöku í verkefninu sem er niðurgreitt af Hafnarfjarðarbæ. Sérstakur kynningarfundur verður auglýstur síðar.

Væntanlegur ávinningur eftir tveggja ára þátttöku í fjölþættri heilsueflingu

Markmið með þátttöku er að gera þig hæfari til að takast á við heilsutengdar breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Þú lærir að spyrna við fótum gegn öldrunareinkennum með markvissri þátttöku í þol- og styrktarþjálfun auk þess að taka þátt í reglulegri fræðslu og ráðgjöf um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti. Þá verður þér boðið í reglulegar heilsufarsmælingar meðan á þátttöku stendur.