Tilkynningar  • KaplakrikiHringtorg

Framkvæmdir við nýtt hringtorg við Kaplakrika eru hafnar

8. apr. 2021

Hafnar eru framkvæmdir við nýtt hringtorg á Flatahrauni. Vegna þeirra framkvæmda þarf að loka tímabundið núverandi tengingu að íþróttasvæði FH og mun umferðin á meðan fara um eldri innkeyrslu vestar á Flatahrauni. Aðalgönguleiðin að svæðinu mun einnig verða um eldri innkeyrslu.

KaplakrikiHringtorg

Framkvæmdir munu standa yfir fram í lok júní og mun verða truflun á umferð á því tímabili.

Vekjum sérstaka athygli á því að upplýsingar um allar stærri framkvæmdir innan sveitarfélagsins er að finna á kortavef bæjarins - sjá hér  

Þökkum tillitsemina!