Framkvæmdir - Bæjartorg niður Fjarðargötu
Mánudaginn 6. september verður steyptur kantsteinn við Bæjartorg við Fjarðargötu/Reykjavíkurveg niður Fjarðargötu. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 10:00 – 15:00. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Framkvæmd er á vegum Vegagerðarinnar.
Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!