Tilkynningar
  • StJo

Lumar þú á lýsandi nafni fyrir þjónustumiðstöð Alzheimersamtakanna í St.Jó?

4. maí 2021

Alzheimersamtökin opna síðar á þessu ári þjónustumiðstöð fyrir fólk með heilabilun í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Leit stendur yfir að góðu og lýsandi nafni á miðstöðina og eru allir þeir sem luma á hugmynd að nafni hvattir til að senda tillögu eða tillögur að nafni á netfangið: vilborg@alzheimer.is


Þegar líður á sumarið verður farið yfir allar innsendar tillögur og sú valin sem þykir henta best. Hugmyndasmiður mun ekki bara fá heiðurinn heldur einnig viðurkenningu frá samtökunum