Tilkynningar
 • Image00073

Er lýsingu ábótavant í þínu hverfi?

6. nóv. 2020

Okkur berast mjög árstíðabundnar ábendingar frá íbúum um að ljós vanti á ljósastaura; staka staura og stauraraðir. Ástæðurnar geta verið margar, allt frá einföldum peruskiptum til flóknari viðgerða sem taka lengri tíma. Ákveðið hefur verið að beina öllum ábendingum hvað varðar ljósleysi í einn og sama farveginn – í gegnum ábendingagátt Hafnarfjarðarbæjar.

Allar ábendingar í einn farveg

Með því að beina öllum ábendingum í einn farveg vita íbúar betur hvert ábendingarnar eiga að berast auk þess sem raunyfirlit fæst yfir stöðu mála innan sveitarfélagsins hverju sinni. Mikilvægt er að tilkynning sé nákvæm og að gefin sé upp nákvæm staðsetning. Í einhverjum tilfellum liggur ábyrgð á ljósleysi hjá sveitarfélaginu og í öðrum hjá HS veitum sem sér í dag um að þjónusta ljósastaurana. Reynt er að bregðast við miklu ljósleysi strax daginn eftir, bilun staðsett og grafið við fyrsta tækifæri. Þetta þýðir eitthvað ljósleysi áfram meðan beðið er eftir viðgerð. Þegar um er að ræða einstaka perur getur ferlið tekið lengri tíma en viðmið eru tvær vikur frá tilkynningardegi. Þetta getur þó tekið lengri tíma. 

Allar ábendingar eiga að fara í gegnum ábendingagátt Hafnarfjarðarbæjar.

Dæmi um nokkrar tilkynningar sem verið er að vinna með þessa dagana – til upplýsinga

Miðbær – Suðurbær - Hraun

 • Álfaskeið göngustígur bak við bílskúra
 • Hverfisgata 35. Göngustígur
 • Mjósund
 • Flensborgarstígur
 • Smyrlahraun
 • Þrastarhraun
 • Hvammabraut við Klausturhvamm
 • Hverfisgata-Vitastígur – Austurgata
 • Smyrlahraun


Holtið

 • Eyrarholt
 • Suðurholt
 • Vesturholt
 • Melabraut
 • Göngustígar á Holtinu almennt


Setberg

 • Lyngberg
 • Lindarberg
 • Glitberg
 • Þórsberg
 • Furuberg
 • Reykdalsstífla
 • Göngustígur milli Stekkjarbergs og Staðarbergs
 • Klukkuberg


Norðurbær

 • Hjallabraut 11
 • Hjallabaut 82-88
 • Sparkvellir við Engidalsskóla og Víðisstaðaskóla
 • Miðvangur
 • Skjólvangur
 • Sævangur
 • Norðurbraut
 • Víðisstaðatún
 • Garðavegur við Víðisstaðaskóla


Ásland - Vellir - Skarðshlíð

 • Blómvellir
 • Burknavellir
 • Hvannavellir
 • Fléttuvellir
 • Glitvellir
 • Hnoðravellir
 • Klukkuvellir 46-48
 • Kvistavellir
 • Skarðshlíð heilt yfir
 • Skógarás
 • Þrastarás
 • Göngustígur bak við Fífuvelli að Skarðshlíð
 • Göngustígar á Völlunum almennt 


Ljósmynd: Guðmundur Fylkisson