Tilkynningar  • 162699231_4193708670660884_909209284768304752_n

Eldgos við Fagradalsfjall - vinsamleg tilmæli

20. mar. 2021

Eldgos er hafið við Fagradalsfjall

Um klukkan níu í gærkvöldi bárust tilkynningar um mögulegt eldgos á Reykjanesi. Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og fóru á vettvang til að staðfesta hvort gos væri hafið og hófust strax handa við að loka leiðum að svæðinu. Staðfest var skömmu síðar að gos hófst klukkan 20:45 í Geldingadal suður af Fagradalsfjalli. Samhæfingarstöð og aðgerðarstjórn á Suðurnesjum voru strax virkjaðar. 

Almannavarnir biðla til fólks að hafa í huga að þetta svæði er varhugavert, bæði vegna loftmengunar frá gosi og þess að landslagið getur verið erfitt yfirferðar. Fyrstu myndir frá eldgosinu í dagsbirtu sýna að eldgosið við Fagradalsfjall er lítið og fallegt. 

Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal

Sjá ítarlegar leiðbeiningar á vef almannavarna sem taka til þess sem bera að varast

Góðar og gagnlegar upplýsingar má finna á eftirfarandi: