Tilkynningar
  • Reykjanesbraut_1

Breytingar á umferð um Reykjanesbraut 4. - 10. júlí

3. júl. 2020

Laugardaginn 4. júlí frá kl 5:00-7:00 verður umferð frá Keflavík til Reykjavíkur færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót og Ásbraut, vegna framkvæmda við breikkun Reykjanesbrautar. Þessi framkvæmd hefur engin áhrif á umferð í átt til Keflavíkur.

Vegna ýmissa framkvæmda við breikkun Reykjanesbrautar í næstu viku verður umferð frá Keflavík til Reykjavíkur færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót og Ásbraut milli kl. 9:00 og 15:30 dagana 6. – 10. júlí næstkomandi. Jafnframt verður umferð á leið frá Reykjavík til Keflavíkur færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót.

Vegfarendur eru hvattir til að fylgja merkingum á vinnusvæðinu og virða hámarkshraða á meðan breikkun Reykjanesbrautar stendur.

Upplýsingasíða um tvöföldun Reykjanesbrautar