Tilkynningar  • Hafnarfjörður sólroði kvöld

Breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

Niðurstaða sveitarstjórnar

28. okt. 2021

Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

Þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 1. apríl 2020 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015 -2025

Tillagan var auglýst frá 7. febrúar – 20. mars 2020. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar.

Reykjanesbraut, tvöföldun aðalskipulagsbreyting.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 13. október 2021 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015 -2025

Tillagan var auglýst frá 9. júlí - 23. ágúst 2021. Athugasemdir bárust og voru gerðar breytingar á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar.

Skipulagsfulltrúinn í Hafnarfirði