Tilkynningar  • Gamar

Að gefnu tilefni - álagning stöðuleyfisgjalds

3. des. 2020

Þann 20. nóvember sl. kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð þar sem felld var úr gildi kærð álagning stöðuleyfisgjalds vegna tveggja gáma á lóðinni Steinhellu 5, Hafnarfirði. Í kjölfar úrskurðarins hafa sveitarfélaginu borist fyrirspurnir um hvaða áhrif úrskurðurinn kann að hafa á þá sem greitt hafa stöðuleyfagjald síðustu misserin. 

Af þessu tilefni vill sveitarfélagið taka fram verið er að yfirfara niðurstöðu úrskurðarins og þau áhrif sem hann kann að hafa á stöðu þeirra sem greitt hafa umrætt gjald og mun sveitarfélagið bregðast við í samræmi við það sem sú skoðun leiðir í ljós.