Barnavernd er dæmi um þjónustu sveitarfélagsins sem þarf að haldast órofin á öllum viðbúnaðarstigum almannavarna. Barnavernd er samstarfsverkefni allra þeirra sem vinna með börnum og hins almenna borgara sem oft á tíðum er í betri aðstöðu til að fylgjast með aðstæðum barna og tilkynna til barnaverndar ef það er eitthvað í umhverfi eða umgjörð barna sem vekur athygli eða spurningar.
Sveitarfélögin Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes munu leggja fram tillögu, í bæjarráðum eða bæjarstjórnum sveitarfélaganna í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis.
Höldum áfram að flokka samviskusamlega og skilum beint í endurvinnslu. Umhverfisstofnun ákvað nýlega, að höfðu samráði við sóttvarnarlækni, að leggja til að flokkun úrgangs með loftblæstri verði hætt tímabundið til að draga úr smithættu vegna COVID-19 veirunnar. Það þýðir að ekki má nýta Kára vindflokkara fyrir plast í pokum í móttöku- og flokkunarstöð SORPU á meðan þetta ástand varir.
Á hverjum degi berst gríðarlegt magn af rusli í fráveitukerfi bæjarins sem veldur stíflum í kerfinu og oft á tíðum miklu tjóni. Mikil vinna og kostnaður felst í því að hreinsa og losa þessar stíflur og skipta um eða lagfæra dælur sem stöðvast við álagið og gefa sig í einhverju tilfellum. Ef allir íbúar og starfsmenn stofnana og fyrirtækja í Hafnarfirði taka sig saman þá væri hægt að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem berast í fráveituna og jafnvel koma alfarið í veg fyrir það til lengri tíma litið.
<<ENGLISH BELOW>> Frá og með þriðjudeginum 24. mars verður sundlaugum og söfnum sveitarfélagsins lokað. Nær þetta til allra þriggja sundlauganna, Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar og Hafnarborgar.