TilkynningarTilkynningar

Reykjanesbraut_1

26. maí 2020 : Lokun á frárein frá Reykjanesbraut að Kaldárselsvegi

Frá og með þriðjudeginum 26.05.2020 mun verktaki loka frárein frá Reykjanesbraut að Kaldárselsvegi í austurátt. Hjáleiðir eru um frárein frá Reykjanesbraut að Ástorgi, og um Ásbraut. Gera má ráð fyrir að þessi lokun standi yfir í 4 vikur.

25. maí 2020 : Bæjarstjórnarfundur 27. maí

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, 27. maí 2020 og hefst kl. 14:00

12. maí 2020 : Bæjarstjórnarfundur 13. maí

Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, 13. maí 2020 og hefst kl. 14:00

Hersir-Gislason_1583845777166

4. maí 2020 : Lokun á tveimur römpum norðan Strandgötubrúar

Fimmtudaginn 7. maí mun verktaki loka römpunum tveimur norðan Strandgötubrúar vegna vegaframkvæmda við breikkun Reykjanesbrautar. Samdægurs munu ramparnir tveir sunnan Strandgötubrúar vera opnaðir. Hjáleiðir eru um Ásbraut og Krýsuvíkurveg.

HafnarfjordurAslandid

28. apr. 2020 : Garðaúrgangur sóttur í hverfisgáma

Sú breyting verður á hreinsunardögunum í ár að settir verða upp gámar fyrir garðúrgang við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Íbúar í Hafnarfirði eru hvattir til að nýta sér þjónustuna eða koma pokunum beint á Sorpu.

Barnavernd2

31. mar. 2020 : Við erum ÖLL barnavernd. Leyfum okkur að vera forvitin

Barnavernd er dæmi um þjónustu sveitarfélagsins sem þarf að haldast órofin á öllum viðbúnaðarstigum almannavarna. Barnavernd er samstarfsverkefni allra þeirra sem vinna með börnum og hins almenna borgara sem oft á tíðum er í betri aðstöðu til að fylgjast með aðstæðum barna og tilkynna til barnaverndar ef það er eitthvað í umhverfi eða umgjörð barna sem vekur athygli eða spurningar.  

31. mar. 2020 : Frestun fasteignagjalda á íbúða- og atvinnuhúsnæði

Sveitarfélögin Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes munu leggja fram tillögu, í bæjarráðum eða bæjarstjórnum sveitarfélaganna í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis.

Sorpa

26. mar. 2020 : Tímabundin breyting: Plast beint á Sorpu eða í grenndargáma

Höldum áfram að flokka samviskusamlega og skilum beint í endurvinnslu. Umhverfisstofnun ákvað nýlega, að höfðu samráði við sóttvarnarlækni, að leggja til að flokkun úrgangs með loftblæstri verði hætt tímabundið til að draga úr smithættu vegna COVID-19 veirunnar. Það þýðir að ekki má nýta Kára vindflokkara fyrir plast í pokum í móttöku- og flokkunarstöð SORPU á meðan þetta ástand varir. 

Salernid-er-ekki-ruslatunna

24. mar. 2020 : Klósettið er EKKI ruslatunna - The Toilet is NOT a Trash Can

Á hverjum degi berst gríðarlegt magn af rusli í fráveitukerfi bæjarins sem veldur stíflum í kerfinu og oft á tíðum miklu tjóni. Mikil vinna og kostnaður felst í því að hreinsa og losa þessar stíflur og skipta um eða lagfæra dælur sem stöðvast við álagið og gefa sig í einhverju tilfellum. Ef allir íbúar og starfsmenn stofnana og fyrirtækja í Hafnarfirði taka sig saman þá væri hægt að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem berast í fráveituna og jafnvel koma alfarið í veg fyrir það til lengri tíma litið.

Sund1

23. mar. 2020 : Sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og söfnum lokað

<<ENGLISH BELOW>> Frá og með þriðjudeginum 24. mars verður sundlaugum og söfnum sveitarfélagsins lokað. Nær þetta til allra þriggja sundlauganna, Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar og Hafnarborgar.