HlaðvarpHlaðvarp

Velkomin í  Vitann, hlaðvarp Hafnarfjarðarbæjar 

Í Vitanum er spjallað við áhugaverða einstaklinga sem vinna í þágu bæjarins. Þannig er tekin fyrir þjónusta sveitarfélagsins, áhugaverð þróunarverkefni og viðfangsefni á fjölbreyttu sviði. Eins þau mál sem eru í brennidepli hverju sinni.

Hægt er að nálgast alla þætti Vitans hér á þessari síðu en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að því að gera Vitann aðgengilegan á fleiri veitum.

Þáttur #1: Björn Pétursson bæjarminjavörður

Í fyrsta viðtali Vitans, hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar, ræðir Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs, við Björn Pétursson, bæjarminjavörð. Viðtalið er tekið upp í hinu sögufræga húsi Bookless Bungalow við Vesturgötu þar sem Björn leiðir okkur í gegnum áhugaverða þætti í starfsemi safnsins, sögu bæjarins og segir skemmtlegar sögur m.a. af draugagangi, atkvæðasmölun Siggu í Siggubæ og gefur okkur uppskrift að góðum sunnudegi í Hafnarfirði. 


Var efnið hjálplegt? Nei