Covid 19Covid 19

Upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins

Á vefnum www.covid.is er svo að finna upplýsingar fyrir almenning um Covid19 veirufaraldurinn. Sá vefur er á vegum embættis Landlæknis og almannavarna. 

Upplýsingarsíða hefur verið uppfærð í kjölfar ákvörðunar yfirvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir í lok október 2020. Takmörkun á fjölda sem kemur saman miðast við 10 einstaklinga almennt. Börn fædd 2015 eða síðar eru undanskilin. Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði viðhöfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga. Þar sem ekki er hægt að tryggja tilskylda fjarlægð er grímunotkun skylda. 

Mikilvægar tilkynningar og upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins

Hafnarfjarðarbær framkvæmir í takt það viðbragðsstig sem í gangi er hverju sinni og grípur til nauðsynlegra aðgerða sem miða að því að forgangsraða verkefnum og verja grunnstoðir í þjónustu Hafnarfjarðarbæjar til að halda uppi samfélagslega mikilvægri þjónustu og starfsemi. Allar aðgerðir sveitarfélagsins miða að því að tryggja öryggi íbúa og starfsfólks með áherslu á þá þjónustu sem þarf að haldast órofin á öllum viðbragðsstigum. Starfsstöðvar Hafnarfjarðarbæjar eru um 70 talsins. Hafa stjórnendur skóla, heimila og stofnana virkjað sínar viðbragðsáætlanir í takt við viðbragðsstig og gripið til samræmdra viðbragða í takt við tilmæli og leiðbeiningar Landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarna.

Áhersla á svörun í síma, með netspjalli, tölvupósti og Facebook

Þjónustuver og þjónustumiðstöð eru opnar á sínum hefðbundna opnunartíma en áhersla er lögð á afgreiðslu erinda í gegnum rafrænar leiðir meðan hertar sóttvarnaraðgerðir standa yfir. Lokað er frá kl. 12-13 í þjónustuveri frá og með 7. október. Viðskiptavinir sem eiga erindi í þjónustuver og þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar eru hvattir til að senda tölvupóst á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is, spjalla við starfsfólk í netspjalli á www.hafnarfjordur.is, senda ábendingu í gegnum ábendingagátt  eða hringja í s. 585-5500 til að takmarka komur á starfsstöðvar. Ítarlegar upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins er að finna á vef Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is auk umsókna og gagna á MÍNUM SÍÐUM. Á vefnum er jafnframt að finna netspjallið sem er opið á sama tíma og þjónustuverið frá kl. 8-16 alla virka daga. Hægt er að hafa samband við okkur á Facebook: https://www.facebook.com/hafnarfjardarbaer/ en skilaboðum þar er svarað á afgreiðslutíma þjónustuvers.  Áhersla er lögð á fjarfundi, hólfun hefur verið tekin upp að nýjan leik á stoðsviðum og fagsviðum og hluti starfsfólks að sinna verkefnum sínum í fjarvinnu.

Mikilvægar upplýsingar um áhrif Covid19 á þjónustu sveitarfélagsins 

Barnavernd

 • Barnavernd er hluti af grunnþjónustu sem helst órofin á öllum viðbragðsstigum. Engin breyting hefur orðið á þjónustu barnaverndar Hafnarfjarðar. Hlutverk barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.
 • Tilkynning til barnaverndarnefndar er ekki kæra heldur beiðni um aðstoð fyrir viðkomandi barn eða fjölskyldu sem tilkynnandi telur að sé hjálparþurfi. Hægt er að senda tilkynningu á netfangið: barnavernd@hafnarfjordur.is
 • Sameiginleg bakvakt barnaverndar Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar, sem sinnir börnum sem eiga þar lögheimili eða eru þar búsett. Samband við bakvakt fer í gegnum neyðarlínuna 112.

Dagforeldrar 

 • Dagforeldrar í Hafnarfirði eru sjálfstætt starfandi en fá starfsleyfi samkvæmt ákveðnum skilyrðum og eru háðir reglulegu eftirliti umsjónaraðila þ.e. Hafnarfjarðarbæjar
 • Öll gögn og leiðbeiningar sem sendar eru út frá mennta- og lýðheilsusviði frá almannavörnum og viðbragðsaðilum vegna Covid19 eru sendar á dagforeldra. Starfsmenn skrifstofunnar hafa sinnt málefnum þar sem upp hafa komið vankvæði á vistun barna hjá dagforeldrum. 

Dagvistun og heimsóknarbann

 • Dagdvöl á Hrafnistu er opin sem og dagþjálfun í Drafnarhúsi og á Sólvangi.

 • Allrar varúðar er gætt með sprittun handa og fylgd frá útidyrum til heimilisfólks.

Félagsmiðstöðvar ungmenna

 • Starf félagsmiðstöðva er í eðlilegu horfi og unnið samkvæmt dagskrá

Frístundabíll

 • Frístundabíll ekur í samræmi við dagskrá og ákvarðanir um skipulagt íþróttastarf. Ef það liggur niðri þá liggur frístundaakstur niðri.  

Frístundaheimili grunnskólanna

 • Starf frístundaheimila er í eðlilegu horfi og er starfað samkvæmt viðveruskráningum 

 • Leiðrétting þjónustugjalda í samræmi við hlutfall skerðingar. Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Þá verða, í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda, gjöldin leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m. með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við. 

Frístundaklúbburinn Kletturinn

 • Frístundaklúbburinn Kletturinn, sem býður upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir börn og ungmenni með fötlun (5. – 10. bekkur) er opinn frá kl. 12 – 16 alla virka daga

Grunnskólar

 • Skólastarf er í takti við samþykkta stundaskrá fyrir skólaveturinn.
 • Frímínútur eru með hefðbundnu sniði.
 • Starf frístundaheimila er óbreytt og óskert.
 • Starf félagsmiðstöðva er óbreytt og óskert.
 • Frístundaakstur er í virkni í takti við virkni íþrótta- og tómstundastarfs
 • Foreldrar/forráðamenn beðnir um að nota rafræn samskipti við skólann sinn. 
 • Matsalir eru opnir og nesti leyfilegt. Hafragrautur í boði og ávaxtaáskrift.
 • Reglur um skólasókn tóku aftur gildi 4. maí.
 • Öll skólaþjónusta er í virkni en sinnt í fjarvinnu og fjarþjónustu. Nær þetta til teymisvinnu, greiningar og ráðgjafar sálfræðinga, talmeinafræðinga og kennsluráðgjafa og annarrar skólaþjónusta eins og við á.
 • Leiðrétting þjónustugjalda í samræmi við hlutfall skerðingar. Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Þá verða, í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda, gjöldin leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m. með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við. 

Hafnarfjarðarhöfn

 • Rík áhersla er lögð á að halda hafnarsvæðum opnum fyrir komum skipa og þjónustu eins og kostur er til að tryggja aðdrætti til landsins.
 • Hafnarskrifstofa og vigtarhús eru opin fyrir nauðsynlega umferð

Leikskólar

 • Venjubundið leikskólastarf í leikskólum Hafnarfjarðar hófst 4. maí, líkt og fyrir samkomubann.
 • Öll börn mæta í sinn leikskóla á hefðbundnum vistunartíma.
 • Aðgangur fullorðinna er takmarkaður um leikskólana og foreldrar beðnir um að virða 2ja metra nándarregluna þegar verið er að koma og sækja börnin. 
 • Öll skólaþjónusta er í virkni en sinnt í fjarvinnu og fjarþjónustu. Nær þetta til teymisvinnu, greiningar og ráðgjafar sálfræðinga, talmeinafræðinga og kennsluráðgjafa og annarrar skólaþjónusta eins og við á.

 • Leiðrétting þjónustugjalda í samræmi við hlutfall skerðingar. Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Þá verða, í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda, gjöldin leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m. með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við. 

Lækurinn – athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda

 • Starfssemi Lækjar er ekki skert vegna Covid19. Gætt er að fjarlægðartakmörkunum og sprittun. Ef nauðsyn krefur er gestum skipt í sóttvarnarhópa í samstarfi við forstöðumann og þeim úthlutaðir tilteknir dagar. 

Sorphirða

Stuðningsþjónusta við eldra fólk – heimaþjónusta

 • Stuðningsþjónusta er ætluð þeim sem búa í heimahúsum og geta ekki lengur séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu. Það getur verið vegna skertrar getu, aðstæðna, veikinda, fötlunar, barnsburðar eða af öðrum ástæðum. Þjónusta er veitt að undangengnu heildstæðu mati á þjónustuþörf umsækjanda.
 • Lítil breyting hefur orðið á heimaþjónustu til þeirra sem eru með skráða þjónustu og óska eftir þjónustu.
 • Lögð hefur verið áhersla á að koma til móts við eldra fólk varðandi mat og einnig eru aðgerðir í gangi til að koma í veg fyrir einangrun með t.a.m. úthringingum og spjaldtölvuinnliti. 

Stuðningsþjónusta við eldra fólk – matur og félagsstarf

 • Heimsendur matur er í boði fyrir þá sem ekki geta sjálfir séð um matseld í skemmri eða lengri tíma. Matarsendingar eru í boði alla daga ársins eða valda daga og er máltíðin keyrð heim.
 • Lögð hefur verið áhersla á að koma til móts við eldra fólk varðandi mat og einnig eru aðgerðir í gangi til að koma í veg fyrir einangrun.
 • Opið er í mötuneyti á Sólvangsvegi og Hjallabraut . Fjöldatakmörk eru virt sem og fjarlægðarmörk. Persónulegar sóttvarnir og grímuskylda þar sem við á. 
 • Opið er fyrir félagsstarf eldri borgara í Hraunseli 

Sundlaugar

 • Allar sundlaugar eru opnar með 50% fjöldatakmörkun. 

Söfn sveitarfélagsins: Bókasafn, Hafnarborg og Byggðasafn

 • Söfn Hafnarfjarðarbæjar eru opin í takti við auglýstan opnunartíma. Fjöldatakmörkun miðast við 20 manns. 

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar

 • Starfsemi Tónlistarskóla Hafnarfjarðar er í eðlilegu horfi en þó gætt að fjölda- og fjarlægðartakmörkunum.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd

 • Hafnarfjarðarbær þjónustar 100 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Er starfsfólk í reglubundnu sambandi við þann hóp og gætt er að 2ja metra reglunni og sóttvörnum. Auk þess er haft samband með rafrænum hætti eða í síma til að upplýsa um stöðu mála og veita nauðsynlega þjónustu. 

Vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk

 •  Öll vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk alla virka daga frá 8-17 er í fullri virkni.  Gætt er að fjarlægðartakmörkunum og sprittun. Starfsfólki og þjónustunotendum er skipt í sóttvarnarhópa með hólfun og viðeigandi fjölda- og nálægðartakmörkunum.

Neyðarstjórn Hafnarfjarðarbæjar


Neyðarstjórn Hafnarfjarðarbæjar er að störfum og fundar reglubundið á meðan neyðarstig almannavarna vegna Covid19 veirufaraldursins er í gildi. Allar aðgerðir sveitarfélagsins miða að því að tryggja öryggi íbúa og starfsfólks með áherslu á þá þjónustu sem þarf að haldast órofin á öllum viðbragðsstigum.

Viðbrögð sveitarfélagsins heilt yfir á öllum starfsstöðvum

 • Skilgreining hópa. Starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar er skipt í hópa út frá verkefnum og eðli þeirra til að lágmarka fjölda og skörun auk þess sem áhersla er lögð á fjarvinnu þeirra sem það geta vinnu og verkefna sinna vegna. Ákvörðun um skilgreiningu hópa og sóttvarnarhólfun er endurskoðuð í takti við ákvarðanir og tilmæli yfirvalda hverju sinni.  
 • Lágmörkun flæðis og funda milli starfsfólks.  Áhersla er lögð á fjarfundi og lokað á umgang milli starfseininga og hólfa. Ákvörðun um flæði milli sóttvarnarhólfa og fjarfundi er endurskoðuð í takti við ákvarðanir og tilmæli yfirvalda hverju sinni
 • Umgengni á starfsstöðvum. Allir sameiginlegir snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega
 • Viðburðir og kynningarfundir. Öllum stærri viðburðum hefur verið aflýst, færðir á netið eða þeim frestað um óákveðinn tíma. Kynningarfundir vegna skipulagsmála eru í beinu streymi samhliða fjöldatakmörkunum á fundi á staðnum. 
 • Viðtöl og fundir í ráðhúsi eða á Norðurhellu. Áhersla er lögð á afgreiðslu beiðna, erinda og mála í gegnum rafrænar leiðir. Tekið er á móti gestum í móttöku á þjónustuvers að Strandgötu 6 eða móttöku þjónustumiðstöðvar að Norðurhellu 2 á opnunartíma frá kl. 8-16 alla virka daga. Heilsast er með brosi en ekki handabandi og eru allir sameiginlegir snertifletir sótthreinsaðir eftir hverja heimsókn.

Fréttir og tilkynningar á vef Hafnarfjarðarbæjar


Var efnið hjálplegt? Nei