Covid 19Covid 19

Upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins

Á vefnum www.covid.is er svo að finna upplýsingar fyrir almenning um Covid19 veirufaraldurinn. Sá vefur er á vegum embættis Landlæknis og almannavarna. Sérfræðingar frá embætti landlæknis uppfæra reglulega "Spurt og svarað" liðinn á síðunni og er bent sérstaklega þá undirsíðu ef spurningar vakna. 

Upplýsingarsíða hefur verið uppfærð eftir tilslakanir yfirvalda 15. júní

Mikilvægar tilkynningar og upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins

Hafnarfjarðarbær framkvæmir í takt það viðbragðsstig sem í gangi er hverju sinni og grípur til nauðsynlegra aðgerða sem miða að því að forgangsraða verkefnum og verja grunnstoðir í þjónustu Hafnarfjarðarbæjar til að halda uppi samfélagslega mikilvægri þjónustu og starfsemi. Allar aðgerðir sveitarfélagsins miða að því að tryggja öryggi íbúa og starfsfólks með áherslu á þá þjónustu sem þarf að haldast órofin á öllum viðbragðsstigum. Starfsstöðvar Hafnarfjarðarbæjar eru um 70 talsins. Hafa stjórnendur skóla, heimila og stofnana þegar virkjað sínar viðbragðsáætlanir ítakt við viðbragðsstig og gripið til samræmdra viðbragða í takt við tilmæli og leiðbeiningar Landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarna.

Áhersla á svörun í síma, með netspjalli, tölvupósti og Facebook

Viðskiptavinir sem eiga erindi í þjónustuver og þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar eru hvattir til að senda tölvupóst á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is, spjalla við starfsfólk í netspjalli á www.hafnarfjordur.is, senda ábendingu í gegnum ábendingagátt  eða hringja í s. 585-5500 til að takmarka komur á starfsstöðvar. Ítarlegar upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins er að finna á vef Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is auk umsókna og gagna á MÍNUM SÍÐUM. Á vefnum er jafnframt að finna netspjallið sem er opið á sama tíma og þjónustuverið frá kl. 8-16 alla virka daga. Hægt er að hafa samband við okkur á Facebook: https://www.facebook.com/hafnarfjardarbaer/ en skilaboðum þar er svarað á afgreiðslutíma þjónustuvers.

Mikilvægar upplýsingar um áhrif Covid19 á þjónustu sveitarfélagsins 

Barnavernd

 • Barnavernd er hluti af þessi grunnþjónustu sem helst órofin á öllum viðbragðsstigum. Engin breyting hefur orðið á þjónustu barnaverndar Hafnarfjarðar. Hlutverk barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.
 • Tilkynning til barnaverndarnefndar er ekki kæra heldur beiðni um aðstoð fyrir viðkomandi barn eða fjölskyldu sem tilkynnandi telur að sé hjálparþurfi. Hægt er að senda tilkynningu á netfangið: barnavernd@hafnarfjordur.is
 • Sameiginleg bakvakt barnaverndar Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar, sem sinnir börnum sem eiga þar lögheimili eða eru þar búsett. Samband við bakvakt fer í gegnum neyðarlínuna 112.

Dagforeldrar 

 • Dagforeldrar í Hafnarfirði eru sjálfstætt starfandi en fá starfsleyfi samkvæmt ákveðnum skilyrðum og eru háðir reglulegu eftirliti umsjónaraðila þ.e. Hafnarfjarðarbæjar
 • Öll gögn og leiðbeiningar sem sendar eru út frá mennta- og lýðheilsusviði frá almannavörnum og viðbragðsaðilum vegna Covid19 eru sendar á dagforeldra. Starfsmenn skrifstofunnar hafa sinnt málefnum þar sem upp hafa komið vankvæði á vistun barna hjá dagforeldrum. 

Dagvistun og heimsóknarbann

 • Dagdvöl á Hrafnistu er opin sem og dagþjálfun í Drafnarhúsi. Dagdvöl á Sólvangi er lokuð áfram.

 • Allrar varúðar er gætt með sprittun handa og fylgd frá útidyrum til heimilisfólks.

 • Meðfylgjandi tilmæli hafa verið gefin út um heimsóknir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og búsetukjarna fyrir fatlað fólk gagngert til að vernda okkar viðkvæmustu hópa: 1) Fólk sem hefur verið erlendis á EKKI að heimsækja íbúa í 14 daga eftir komu til landsins. Þetta gildir einnig þó ekki hafi greinst smit við sýnatöku á landamærum. 2) Fólk sem hefur umgengist einstaklinga með smit á EKKI að heimsækja íbúa. 3) Fólk sem finnur fyrir kvefi eða flensulíkum einkennum á EKKI að heimsækja íbúa.

Félagsmiðstöðvar ungmenna

 • Starf félagsmiðstöðva er komið í eðlilegt horf og unnið samkvæmt dagskrá og opnun eins og hún var fyrir samkomubann. 

Frístundabíll

 • Skipulagt íþróttastarf er hafið að nýju og gengur frístundabíll samkvæmt áður útgefinni dagskrá.   

Frístundaheimili grunnskólanna

 • Starf frístundaheimila er komið í eðlilegt horf og starfa samkvæmt viðveruskráningum frá því fyrir samkomubann. 

 • Leiðrétting þjónustugjalda í samræmi við hlutfall skerðingar. Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Þá verða, í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda, gjöldin leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m. með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við. Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka maí. Endurskoðun fer fram að teknu tilliti til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15. maí n.k.

Frístundaklúbburinn Kletturinn

 • Frístundaklúbburinn Kletturinn, sem býður upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir börn og ungmenni með fötlun (5. – 10. bekkur) er opinn frá kl. 13 – 17 alla virka daga

Grunnskólar

 • Skólastarf hefst samkvæmt samþykktri stundaskrá fyrir skólaveturinn.
 • Frímínútur verða með hefðbundnu sniði.
 • Starf frístundaheimila fer í eðlilegt horf.
 • Starf félagsmiðstöðva fer í eðlilegt horf.
 • Frístundaakstur hefst að nýju.
 • Kennsla í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar fer í eðlilegt horf.
 • Engar skólaskemmtanir með foreldrum/forráðamönnum þetta vorið bara með nemendum.
 • Foreldrar/forráðamenn beðnir um að nota rafræn samskipti við skólann sinn.
 • Matsalir opnaðir að nýju og nesti leyfilegt. Hafragrautur í boði og ávaxtaáskrift.
 • Sjálfsskömmtun hefst ekki aftur þessa önnina.
 • Reglur um skólasókn taka aftur gildi 4. maí.
 • Skólaþjónusta hefst að nýju 4. maí; teymisvinna, greiningar og ráðgjöf sálfræðinga, talmeinafræðinga og kennsluráðgjafa og önnur skólaþjónusta eins og við á.
 • Leiðrétting þjónustugjalda í samræmi við hlutfall skerðingar. Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Þá verða, í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda, gjöldin leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m. með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við. Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka maí. Endurskoðun fer fram að teknu tilliti til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15. maí n.k.

Hafnarfjarðarhöfn

 • Rík áhersla er lögð á að halda hafnarsvæðum opnum fyrir komum skipa og þjónustu eins og kostur er til að tryggja aðdrætti til landsins.
 • Hafnarskrifstofa og vigtarhús hafa verið opnuð fyrir nauðsynlega umferð og varfær skref tekin í átt að fullri opnun.

Leikskólar

 • Venjubundið leikskólastarf í leikskólum Hafnarfjarðar er hafið að nýju, líkt og fyrir samkomubann.
 • Öll börn mæta í sinn leikskóla á hefðbundnum vistunartíma.
 • Aðgangur fullorðinna verður áfram takmarkaður um leikskólana og foreldrar beðnir um að virða 2ja metra nándarregluna þegar verið er að koma og sækja börnin.
 • Ekki búið að ákveða með útskrift og sumarhátíð – gefið út síðar.
 • Hefðbundin skólaþjónusta er hafin að nýju t.d. teymisvinna, greiningar og ráðgjöf sálfræðinga, talmeinafræðinga og sérkennsluráðgjafa og önnur þjónusta eins og við á.
 • Starfsdagur verður haldinn í öllum leikskólum Hafnarfjarðar þann 29. maí n.k. að undanskildum leikskólanum Hlíðarenda en sá dagur verður þann 20. maí, en opið verður þann 29. maí.
 • Leiðrétting þjónustugjalda í samræmi við hlutfall skerðingar. Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Þá verða, í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda, gjöldin leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m. með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við. Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka maí 2020. Endurskoðun fer fram að teknu tilliti til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15. maí n.k.

Lækurinn – athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda

 • Starfssemi Lækjar verður skert í maí vegna Covid19. Gestum verður skipt í sóttvarnarhópa í samstarfi við forstöðumann og þeim úthlutaðir tilteknir dagar. Til að fá úthlutuðum degi í athvarfinu í maí þarf að velja eina af eftirtöldum leiðum: 1) hringja í síma 585-5770, 2) senda skilaboð á facebock síðu hópsins „Lækur athvarf Hafnarfirði“ eða 3) senda póst á athvarflaekur@gmail.com

 • Meðfylgjandi tilmæli hafa verið gefin út um heimsóknir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og búsetukjarna fyrir fatlað fólk gagngert til að vernda okkar viðkvæmustu hópa: 1) Fólk sem hefur verið erlendis á EKKI að heimsækja íbúa í 14 daga eftir komu til landsins. Þetta gildir einnig þó ekki hafi greinst smit við sýnatöku á landamærum. 2) Fólk sem hefur umgengist einstaklinga með smit á EKKI að heimsækja íbúa. 3) Fólk sem finnur fyrir kvefi eða flensulíkum einkennum á EKKI að heimsækja íbúa.

Sorphirða

 • Starfað er samkvæmt dagatali um sorphirðu og er sorphirða á áætlun – sjá dagatal um sorphirðu sveitarfélagsins og skiptingu hverfa
 • Íbúar Hafnarfjarðarbæjar eru vinsamlega beðnir um að skila flokkuðu plasti í sér pokum í grenndargáma eða beint á endurvinnslustöðvar þar til tilkynnt verður um annað.
 • Hér má finna upplýsingar um grenndargáma og endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu.
 • Almennt sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur
 • Umfram sorpi sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að skila á endurvinnslustöðvar
 • Íbúar í Hafnarfirði eru vinsamlegast beðnir um að virða þessi tilmæli til að draga úr líkum á því að starfsfólk sem sinnir sorphirðu smitist og til að draga úr líkum á að sorphirða í bæjarfélaginu raskist sökum faraldursins.

Stuðningsþjónusta við eldra fólk – heimaþjónusta

 • Neyðarstjórn Hafnarfjarðarbæjar ákvað að loka tímabundið starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma með hliðsjón af neyðarstigi almannavarna.
 • Stuðningsþjónusta er ætluð þeim sem búa í heimahúsum og geta ekki lengur séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu. Það getur verið vegna skertrar getu, aðstæðna, veikinda, fötlunar, barnsburðar eða af öðrum ástæðum. Þjónusta er veitt að undangengnu heildstæðu mati á þjónustuþörf umsækjanda.
 • Lítil breyting hefur orðið á heimaþjónustu til þeirra sem eru með skráða þjónustu og óska eftir þjónustu.
 • Lögð hefur verið áhersla á að koma til móts við eldra fólk varðandi mat og einnig eru aðgerðir í gangi til að koma í veg fyrir einangrun. Haldið verður áfram með úthringingar og spjaldtölvuinnlit. 
 • Meðfylgjandi tilmæli hafa verið gefin út um heimsóknir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og búsetukjarna fyrir fatlað fólk gagngert til að vernda okkar viðkvæmustu hópa: 1) Fólk sem hefur verið erlendis á EKKI að heimsækja íbúa í 14 daga eftir komu til landsins. Þetta gildir einnig þó ekki hafi greinst smit við sýnatöku á landamærum. 2) Fólk sem hefur umgengist einstaklinga með smit á EKKI að heimsækja íbúa. 3) Fólk sem finnur fyrir kvefi eða flensulíkum einkennum á EKKI að heimsækja íbúa.

Stuðningsþjónusta við eldra fólk – matur

 • Heimsendur matur er í boði fyrir þá sem ekki geta sjálfir séð um matseld í skemmri eða lengri tíma. Matarsendingar eru í boði alla daga ársins eða valda daga og er máltíðin keyrð heim.
 • Mötuneytum á Hjallabraut og Sólvangsvegi var lokað 7. mars sl. eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir. Haft var samband við þá sem hafa notað þjónustuna og þeim boðin heimsending á mat.
 • Lögð hefur verið áhersla á að koma til móts við eldra fólk varðandi mat og einnig eru aðgerðir í gangi til að koma í veg fyrir einangrun.
 • Meðfylgjandi tilmæli hafa verið gefin út um heimsóknir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og búsetukjarna fyrir fatlað fólk gagngert til að vernda okkar viðkvæmustu hópa: 1) Fólk sem hefur verið erlendis á EKKI að heimsækja íbúa í 14 daga eftir komu til landsins. Þetta gildir einnig þó ekki hafi greinst smit við sýnatöku á landamærum. 2) Fólk sem hefur umgengist einstaklinga með smit á EKKI að heimsækja íbúa. 3) Fólk sem finnur fyrir kvefi eða flensulíkum einkennum á EKKI að heimsækja íbúa.

Sundlaugar, íþróttamiðstöðvar og líkamsræktarstöðvar

 • Allar sundlaugar Hafnarfjarðar, íþróttamiðstöðvar og líkamsræktarstöðvar eru lokaðar frá og með þriðjudeginum 24. mars eftir að hertar reglur um samkomur voru gefnar út af heilbrigðisráðherra í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis.
 • Nær þetta til allra sundlauga sveitarfélagsins; Ásvallalaugar, Suðurbæjarlaugar og Sundhallar Hafnarfjarðar og allra íþróttahúsa, íþróttamiðstöðva og líkamsræktarstöðva.

Söfn sveitarfélagsins: Bókasafn, Hafnarborg og Byggðasafn

 • Söfn Hafnarfjarðarbæjar hafa verið opnuð og við tekinn hefðbundinn afgreiðslutími á öllum stöðum.  

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar

 • Starfsemi Tónlistarskóla Hafnarfjarðar er komin í eðlilegt horf. 

Umsækjendur um alþjóðlega vernd

 • Hafnarfjarðarbær þjónustar 60 umsækjendur um alþjóðlega vernd og er starfsfólk í reglubundnu sambandi við þann hóp með rafrænum hætti eða í síma til að upplýsa um stöðu mála og veita nauðsynlega þjónustu. 

Vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk

 •  Neyðarstjórn Hafnarfjarðarbæjar ákvað að loka tímabundið starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma með hliðsjón af neyðarstigi almannavarna.
 • Þrátt fyrir að ákveðnum starfseiningum hafi verið lokað þá hefur þjónusta við notendur ekki fallið niður heldur hefur þjónustan verið sniðin að þörfum hvers og eins.
 • Starfssemi vinnu- og virknitilboða opna 4. maí en verða með breyttu sniði í maí vegna Covid19. Í flestum tilvikum er um skerta þjónustu að ræða.
 • Þjónustunotendum verður skipt upp í sóttvarnarhópa og ekki í boði að fara á milli hópa.
 • Starfsemi Hæfingarstöðvar á Bæjarhrauni verður með breyttu sniði. Sökum sóttvarnarhópa fá notendur úthlutað öðrum tímum en verið hefur. Tímafjöldi í þjónustu er einnig skertur til að hægt sé að sótthreinsa á milli hópa.
 • Starfsemi Geitunga, atvinnuþjálfunar verður með breyttu sniði. Sökum sóttvarnarhópa er í einhverjum tilvikum skertur tímafjöldi í þjónustu.
 • Starfsemi Vinaskjóls, verður til að byrja með hálfan daginn og þjónustunotendum skipt upp í sóttvarnarhópa.
 • Einungis má mæta á þeim tíma sem búið er að úthluta viðkomandi – ekki má mæta í aðra hópa.
 • Meðfylgjandi tilmæli hafa verið gefin út um heimsóknir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og búsetukjarna fyrir fatlað fólk gagngert til að vernda okkar viðkvæmustu hópa: 1) Fólk sem hefur verið erlendis á EKKI að heimsækja íbúa í 14 daga eftir komu til landsins. Þetta gildir einnig þó ekki hafi greinst smit við sýnatöku á landamærum. 2) Fólk sem hefur umgengist einstaklinga með smit á EKKI að heimsækja íbúa. 3) Fólk sem finnur fyrir kvefi eða flensulíkum einkennum á EKKI að heimsækja íbúa.

Neyðarstjórn Hafnarfjarðarbæjar


Neyðarstjórn Hafnarfjarðarbæjar er að störfum og fundar reglubundið á meðan neyðarstig almannavarna vegna Covid19 veirufaraldursins er í gildi. 

Viðbrögð sveitarfélagsins heilt yfir á öllum starfsstöðvum

 • Skilgreining hópa. Starfsstöðvum hefur verið skipt í hólf til að lágmarka fjölda og skörun auk þess sem áhersla er lögð á fjarvinnu þeirra sem geta.
 • Lágmörkun flæðis og funda milli starfsfólks. Áhersla er lögð á fjarfundi og lokað á umgang milli starfseininga og sótthreinsihólfa.
 • Umgengni á starfsstöðvum. Allir sameiginlegir snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega
 • Viðburðir og kynningarfundir. Öllum viðburðum hefur verið aflýst, færðir á netið eða þeim frestað um óákveðinn tíma. Kynningarfundir vegna skipulagsmála eru í beinu streymi samhliða fjöldatakmörkunum á fundi á staðnum. 
 • Viðtöl og fundir í ráðhúsi eða á Norðurhellu. Áhersla er lögð á afgreiðslu beiðna, erinda og mála í gegnum rafrænar leiðir. Tekið er á móti gestum í móttöku á þjónustuvers að Strandgötu 6 eða móttöku þjónustumiðstöðvar að Norðurhellu 2 á opnunartíma frá kl. 8-16 alla virka daga. Heilsast er með brosi en ekki handabandi og eru allir sameiginlegir snertifletir sótthreinsaðir eftir hverja heimsókn.

Fréttir og tilkynningar á vef Hafnarfjarðarbæjar


Var efnið hjálplegt? Nei