Blogg


Fjolskyldugardar2

27. júl. 2022 : Einföld stafræn lausn fyrir leigu á fjölskyldugörðum

Við höfum talið mikilvægt hjá Hafnarfjarðarbæ að ýta reglulega út nýjum lausnum, stórum sem smáum, og ein þeirra fór út í sumarbyrjun. Með einfaldri og aðgengilegri lausn er hægt að panta og greiða fyrir leigu á skika til að rækta matjurtir.

0K1A3857

27. júl. 2022 : Ábendingagátt sem byrjaði með hvelli!

Ný útgáfa af ábendingagátt Hafnarfjarðarbæjar fór í loftið 7. febrúar á þessu ári og síðan þá hafa borist 1200 ábendingar á tæplega 6 mánuðum sem gerir rúmlega 200 ábendingar að meðtaltali á mánuði eða um 7 ábendingar á dag.

27. maí 2022 : Við höfum alltaf gert þetta svona!

Nýlega flutti Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs, fyrirlestur hjá Stafræna hæfniklasanum um mikilvægi mannlega þáttarins í stafrænum umbreytingum.

28. apr. 2022 : Menning og hugarfar skiptir mestu máli

Í stafrænum umbreytingum er stærsta áskorunin að fá fólkið með sér í verkefnin, að umbreyta menningu og hugsun. Þó tæknin sé mikilvæg er hún til lítils ef hugarfarið fylgir ekki með.

0K1A1202_1647512474924

17. mar. 2022 : Innritun í grunnskóla stafræn alla leið

Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á stafræna þróun þjónustunnar og markmið fyrir innritun í grunnskóla á þessu ári var að gera ferlið stafrænt alla leið.

Hfj-fjarhagsadstod-sjalfsafgreidslukerfi

15. mar. 2022 : Fjárhagsaðstoð í nýju sjálfsafgreiðsluferli

Nýlega var sett í loftið umsókn um fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ sem hefur mikil áhrif á ferli umsækjanda og vinnu starfsfólks í átt að meiri sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu.

Vefárið 2021 skýrsla

4. jan. 2022 : Annað metár í umferð á vefnum

Skýrsla um umferð á vef Hafnarfjarðar fyrir árið 2021 hefur verið birt. Umferðin óx á árinu og nýtt met var slegið.

Knowledge-library-skjaskot

29. okt. 2021 : Innri vefurinn kvaddur

Í sumar fékk Workplace stærra hlutverk þegar innri vef bæjarins var lokað og efni hans fært yfir á nýja einingu innan Workplace sem kallast Knowledge Library. 

StafraentSkirteinio

23. jún. 2021 : Stafræn bókasafnsskírteini innleidd

Í dag urðu tímamót í sögu Bókasafns Hafnarfjarðar þegar fyrsta stafræna bókasafnsskírteinið var afhent. Þetta er jafnframt fyrst stafræna bókasafnsskírteini í almenningsbókasöfnum hér á landi. Stafrænt skírteini er hluti af stafrænni vegferð Hafnarfjarðarbæjar og tengist samstarfi sveitarfélaga í stafrænni þróun.

Vitinn hönnunarkerfi

6. maí 2021 : Hönnunarkerfi lítur dagsins ljós

Vitinn hönnunarkerfi Hafnarfjarðarbæjar er ein af grunnstoðum okkar í stafrænni þróun og í að móta sameiginlega ásýnd bæjarins í víðu samhengi.

KortavefurMyndbandI

18. mar. 2021 : Kortavefur Hafnarfjarðar er öflug rauntímaveita

Kortavefurinn er öflugt verkfæri til að kynnast bænum okkar betur. Þar má nálgast hafsjó af upplýsingum varðandi skipulagsmál, teikningar, starfsemi og þjónustu bæjarins. Skoðaðu Hafnarfjörð og umhverfið í nýju ljósi. 

PlanitorSkjamynd

5. mar. 2021 : Miðlun og vöktun fundargerða í skipulagsmálum

Hafnarfjarðarbær og hugbúnaðarfyrirtækið Planitor hafa gert með sér þjónustusamning um miðlun fundargerða og vöktunarþjónustu fyrir notendur þjónustu á sviði skipulags- og byggingamála.

Hafnarfjörður

28. des. 2020 : Stuðningur við erlend tungumál

Eitt af markmiðum sem nýtt þjónustu- og þróunarsvið bæjarins setti sér þegar það tók til starfa var að mæta betur þörfum innflytjenda. Í framhaldi af opnun á enskum vef höfum við bætt við Google Translate þýðingarvirkni á helstu vefi bæjarins.

IMG_4949

6. nóv. 2020 : Snjallbærinn Hafnarfjörður verður til

„Smart City“ eða snjallborg er hugtak sem hefur verið áberandi í umræðunni undanfarin misseri og þó Hafnarfjörður sé ekki borg þá er bærinn að taka ákveðin skref í að gerast snjall. Verkefnin ganga út að nýta upplýsingatæknina til að bæta gæði og skilvirkni þjónustunnar og koma á enn betri samskiptum við íbúa. 

24. sep. 2020 : Ný útgáfa af skóladagatölum

Mikill kraftur og vinnugleði einkenndi nemendahópinn sem kom til starfa hjá bænum í sumar í gegnum sumaratvinnuátak Hafnarfjarðarbæjar og Vinnumálastofnunar. Áhersla var m.a. lögð á það að nýta krafta þeirra í lítil og stór verkefni sem skipta miklu máli í stóra samhenginu og eru til þess fallin að bæta og auðvelda þjónustu sveitarfélagsins og upplýsingagjöf.

Vefgreining - lestur frétta

2. sep. 2020 : Sprenging í lestri frétta á vefnum

Unnin hefur verið greining á umferð um hafnarfjordur.is á fyrri hluta ársins 2020. Í stuttu máli má segja að umferð um vefinn hefur stóraukist og sprenging orðið í lestri á fréttum.

EnskurVefur_1598979101273

1. sep. 2020 : Welcome! Nýr enskur vefur kominn í loftið!

Nýr enskur vefur Hafnarfjarðarbæjar er kominn í loftið. Vefurinn er að stóru leyti eftirmynd af íslenskum vef sveitarfélagsins sem samhliða fór í efnislega endurskoðun. Allar helstu upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins við samfélagshópa á öllum aldri, skóla, félagslegan stuðning, umhverfi og samgöngur hafa verið þýddar yfir á enska tungu og á næstu dögum verður hægt að nálgast þýðingu af enskum vef yfir á fjölmörg erlend tungumál með aðstoð Google.

27. júl. 2020 : Ný leitarvél, uppfletting á sorplosun og reiknivél fyrir leikskólagjöld

Aukin sjálfsafgreiðsla íbúa með snjöllum stafrænum lausnum er skýrt markmið í þjónustu bæjarins. Unnið er að stöðugum umbótum á vef bæjarins. Nokkrar nýjungar hafa litið dagsins ljós á undanförnum mánuðum og margar í bígerð. 

IMG_4517

20. mar. 2020 : Einföld og snjöll ábendingagátt

Nú er hægt að senda inn ábendingu með einföldum og skjótum hætti sem fer strax í skýran farveg.

Ljosaberg38Info

18. des. 2019 : Stafrænt ferðalag – fyrstu 100 dagarnir

Framundan eru óumflýjanlegar breytingar í þjónustu sem eru gjarnan nefndar stafrænar umbreytingar. Hjá okkur í Hafnarfjarðarbæ er verk að vinna og margir ferlar ekki í takt við nútímann. Árið 2019 markar upphaf á stafrænu ferðalagi bæjarins.*