Byggðamerki


Byggðamerki

Í hönnunarstaðli fyrir samræmda ímynd Hafnarfjarðar má lesa reglur um notkun Vitans .  Merkið var hannað fyrir 50 ára afmæli Hafnarfjarðar árið 1958 og hefur verið í notkun sem merki bæjarins síðan. Merkið var staðfest af félagsmálaráðuneytinu árið 1980 og skráð í Byggðarmerkjaskrá Einkaleyfastofunnar 15. mars 2002. Vitinn og sjávaröldurnar vísa til sjósóknar og hafnarinnar sem er lífæð bæjarins og hann dregur nafn sitt af. Hönnuðir eru þeir Friðþjófur Sigurðsson og Ásgeir Júlíusson.

Merkið er rótgróið í hjarta bæjarbúa. Á árinu 2020 var merki bæjarins uppfært í takti við kröfur nútíma miðla sem eru breyttar og landslagið annað. Uppfærsla fór aðallega í sér samræmingu á þykkt lína fyrir faglega og fallega birtingu á stafrænum miðlum. 


Vitinn - hönnunarkerfi Hafnarfjarðarbæjar

Hönnunarkerfi Hafnarfjarðarbæjar hefur margþættan tilgang. Það einfaldar alla hönnunarvinnu starfsfólks og þeirra sem koma að hönnun fyrir bæjarfélagið hvort sem það er fyrir prent, skjái eða stafræna miðla. Hönnunin verður samræmdari og hagkvæmari og notendaupplifunin betri.  Hönnunarkerfið Vitinn hefur m.a. að geyma merki bæjarins í öllum stærðum og gerðum ásamt mikilvægum upplýsingum um liti, leturgerðir, myndskreytingar, myndastíl og þannig heildrænt útlit á efni sveitarfélagsins. 

Vitinn er leiðarljós í hönnun fyrir Hafnarfjarðarbæ


Var efnið hjálplegt? Nei