Aðgangur að gögnum
Aðgangur að gögnum og upplýsingum tekur mið af upplýsingalögum 2012 nr. 140 þar sem kveðið er á um að upplýsingar skuli að öllu jöfnu vera aðgengilegar.
Það meginákvæði og sú almenna regla um opna stjórnsýslu sem fram kemur í 16. grein sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, um að fundir sveitarstjórna skuli haldnir fyrir opnum dyrum, auk annarra laga sem varða stjórnsýslu og meðferð persónuupplýsinga, eru undirstaða þeirra ákvæða sem finna má í stefnu þessari og takmarka aðgengi að upplýsingum eftir því sem við á hverju sinni.
Hér má ennfremur vísa t.d. til nokkurra greina stjórnsýslulaga nr. 37/1993 , s.s. 7. gr. um leiðbeiningarskyldu og 15.-17. gr. sömu laga um upplýsingarétt.