FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 391

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
17.11.2021 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Helga Ingólfsdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður,
Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður,
Helga Björg Arnardóttir aðalmaður,
Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn:
Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2105289 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
Lagðar fram tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdarráðs frá bæjarstjórn 10. nóvember 2021.
Lagt fram.
2. 2001456 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Kynnt staða rekstrar frá janúar til október 2021.
Lagt fram.
3. 2009653 - Tunguhella 1, 3, 5 og 7, framkvæmdaleyfi
Fulltrúar frá Gröfu og grjót ehf. mæta til fundarins og kynna verkefni um endurvinnslu jarðefna.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.
4. 1808351 - Suðurbæjarlaug, framkvæmdir
Teknar til umræðu endurbætur á innrirýmum.
Tekið til umræðu.
5. 1602126 - Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði
Kynnt tillaga að endastöð leiðar 1 og pöntunarþjónusta Í Hellnahrauni.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu 2 að biðstöð Strætó við Skarðshlíð og Hamranes og vísar ósk um deiliskipulagsbreytingu til skipulags- og byggingarráðs.
2530-112-MIN-001-V02-Umferðargreining við Skarðshlíð.pdf
6. 0706256 - Kaldárselsvegur, göngu- og hjólreiðastígur að Kaldárbotnum
Tekið fyrir að nýju lega stígarins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi legu með aðgreiningu umferðar gangandi, hjólandi og hesta á kafla þar sem stígurinn liggur meðfram reiðleið.
21207_02_Yfirlitsmynd - Norðurhluti.pdf
21207_03_Yfirlitsmynd - Suðurhluti.pdf
7. 2111316 - Stofnræsi, Kapelluhraun - Hraunavík
Óskað er eftir heimild umhverfis- og framkvæmdaráðs til að bjóða út framkvæmdir við stofnræsi frá Kapelluhrauni að dælu- og hreinsistöðinni í Hraunavík.
Verkið felst í lagningu stofnræsis og byggingu dælustöðvar auk lagnar sem tengir hluta Hellnahrauns inn á ræsið.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar útboð á stofnræsi frá Kapelluhrauni að Hraunavík.
Fundargerðir
8. 1510061 - Ásvellir, uppbygging
Lögð fram 13. fundargerð framkvæmdanefndar um uppbyggingu knatthúss á Ásvöllum.
13. fundur framkvæmdanefndar um uppbyggingu knatthúss á Ásvöllum 2. nóvember 2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:35 

Til baka Prenta