Haldinn á fjarfundi, 13.01.2021 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður, Magnús Ægir Magnússon aðalmaður, Jón Grétar Þórsson aðalmaður, Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri
Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.
Dagskrá:
Almenn erindi
1. 1907017 - Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting
Lögð fram drög að greinargerð um breytingu á aðalskipulagi hafnarsvæðisins sem skipulags- og byggingaráð vísaði til hafnarstjórnar á fundi sínum 25. desember 2020.
Lagt fram erindi frá umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðar dags 17. desember 2020 um grenndarkynningu varðandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar Óseyrarbraut 6 úr 0.4 í 0.6. Byggingareitur lóðarinnar helst óbreyttur. Skipulags- og byggingaráð samþykkti á fundi sínum 20. nóvember 2018 umrædda hækkun á nýtingahlutfalli.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu.