FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 342

Haldinn á fjarfundi,
23.11.2021 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Brynjar Þór Gestsson formaður,
Tinna Hallbergsdóttir varaformaður,
Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Tinna Dahl Christiansen, 
Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH, Bjarney Jóhannsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2109384 - Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2021
Val á íþróttamanni, íþróttakonu og íþróttaliði Hafnarfjarðar 2021.
Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir að ÍBH kalli eftir tilnefningum frá íþróttafélögum innan vébanda þess um íþróttamann, íþróttakonu og íþróttalið ársins.

Rekstrarstjóra Vinnuskólans falið að vinna áfram í undirbúningi hátíðarinnar í samráði við ÍBH og umræður fundar.
3. 2111446 - Kynlausir klefar í sundlaugum
Rætt um fyrirkomulag kynlausra sundklefa.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur rekstrarstjóra að kalla eftir upplýsingum frá forstöðumanni sundlauga varðandi aðstöðu fyrir einstaklinga sem skilgreina sig ekki sem karl eða konu og framtíðaráform í þeim efnum.
4. 2111455 - Verndari barna námskeið
Haldið var námskeið 2. nóvember fyrir starfsmenn íþróttafélaga.
5. 2111458 - Frístundastyrkur 2021
Farið yfir reglur um frístundastyrk.
9. 2105289 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
Lögð fram tillaga 7 frá fulltrúum Samfylkingarinnar um að starfsemi ungmennahúsa í Hafnarfirði verði efld.
Málið var sett á dagskrá í byrjun fundar án nauðsynlegra fylgigagna. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir að rekstrarstjóri útvegi frekari upplýsingar varðandi tillöguna fyrir næsta fund.
Umsóknir
10. 2111510 - Íþróttafélagið Fjörður - ósk um styrk
Lagt fram erindi frá Íþróttfélaginu Firði.
Íþrótta- og tómstundanefnd bendir á að Hafnarfjarðarbær starfrækir nú þegar sjóð sem er ætlað að styrkja íþróttafélög til að veita börnum með fatlanir stuðning á æfingum. Ekki er útlit fyrir að Íþróttafélagið Fjörður hafi sótt um styrk úr þeim sjóði.

Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir að ÍBH veiti íþróttafélaginu Firði leiðbeiningar um umsókn styrksins og vísar málinu til Fræðsluráðs.
Fundargerðir
6. 1509776 - Ungmennaráð, fundargerð
Nýjustu 2 fundargerðir ungmennaráðs Hafnarfjarðar lagðar fram.
7. 2008513 - ÍBH, fundargerðir 2020-2021
Nýjustu 2 fundargerðir Íþróttabandalags Hafnarfjarðar lagðar fram.
8. 1809417 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018-2022, samstarfssamningur
Lögð fram fundargerð 395 fundar Bláfjallasvæðisins ásamt fylgiskjölum.
Kynningar
2. 2111448 - ÍBH 52. þing 11. nóvember 2021
Greint frá 52. þingi ÍBH.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar áherslum undanfarinna ára hjá ÍBH í kynjajafnrétti sem skilaði sér í góðum árangri á nýliðnu ÍBH þingi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til baka Prenta